Home / Biblíuefni / Kirkjusókn

Kirkjusókn

Guð er verður tilbeiðslu. Biblían segir Sl 100:4-5 „Gangið inn um hlið hans með lofsöng, í forgarða hans með sálmum, lofið hann, vegsamið nafn hans. Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.“

Farið í kirkju til að finna Guð og hugsa um Jesú. Biblían segir: Sl 27:4 „Eins hefi ég beðið Drottin, það eitt þrái ég: Að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mína til þess að fá að skoða yndisleik Drottins, sökkva mér niður í hugleiðingar í musteri hans. “

Að fara í kirkju er sérstaklega áríðandi á hinum síðustu dögum. Biblían segir: Heb 10:25 „Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.“

Guð lofar nærveru sinni jafnvel í smáhópi trúaðra. Biblían segir Mt 18:20 „Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Verið þakklát fyrir trúfrelsi. Biblían segir: Sl 122:1 „Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins.“

Farið í kirkju til að hlusta og læra. Biblían segir: Pd 5:1 „Haf gát á fæti þínum þegar þú gengur í Guðs hús, því að það er betra að koma þangað til þess að heyra, heldur en að heimskingjar færi sláturfórn; því að þeir vita ekkert og gjöra það sem illt er.“

Við förum í kirkju til að mæta Guði. Biblían segir: Hb 2:20 „En Drottinn er í sínu heilaga musteri, öll jörðin veri hljóð fyrir honum!“

Jesús var fyrirmynd okkar með því að fara í kirkju. Biblían segir: Lúk 4:16 „Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa.“