Hversu lengi á hjónaband að endast? Biblían segir: Rm 7:2 Gift kona er að lögum bundin manni sínum, meðan hann lifir. En deyi maðurinn, er hún leyst undan lögmálinu, sem bindur hana við manninn.
Í augum Krists er einungis ein réttlætanleg ástæða fyrir hjónaskilnaði. Biblían segir: Mt 5:32 En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.
Guð er sérstaklega mótfallinn því að fólk skilji við maka sem ætíð hefur reynst trúr. Biblían segir: Ml 2:14-16 Þér segið: Hvers vegna? Af því að Drottinn var vottur að sáttmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er þú hefir nú brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli. Hefir ekki einn og hinn sami gefið oss lífið og viðhaldið því? Og hvað heimtar sá hinn eini? Börn sem heyra Guði til. Gætið yðar því í huga yðar, og bregð eigi trúnaði við eiginkonu æsku þinnar. Því að ég hata hjónaskilnað segir Drottinn, Ísraels Guð, og þann sem hylur klæði sín glæpum segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði.
Ef fólk skilur af öðrum ástæðum en vegna hórdóms má það ekki gifta sig aftur. Biblían segir: 1Kor 7:10-11 Þeim, sem gengið hafa í hjónaband, býð ég, þó ekki ég, heldur Drottinn, að konan skuli ekki skilja við mann sinn, en hafi hún skilið við hann, þá sé hún áfram ógift eða sættist við manninn, og að maðurinn skuli ekki heldur skilja við konuna.
Að vera giftur vantrúuðum er ekki réttlætanleg ástæða fyrir skilnaði. Biblían segir: 1Kor 7:12-14 En við hina segi ég, ekki Drottinn: Ef bróðir nokkur á vantrúaða konu og hún lætur sér það vel líka að búa saman við hann, þá skilji hann ekki við hana. Og kona, sem á vantrúaðan mann og hann lætur sér vel líka að búa saman við hana, skilji ekki við manninn. Því að vantrúaði maðurinn er helgaður í konunni og vantrúaða konan er helguð í bróðurnum. Annars væru börn yðar óhrein, en nú eru þau heilög.