Home / Biblíuefni / Frelsun

Frelsun

Guð býður okkur frelsun í Jesú. Biblían segir: Mt 1:21 „Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ P 4:12 „Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“

Frelsun þýðir að við eignumst eilíft líf með því að eiga persónulegt samfélag við Jesú. Biblían segir: Jh 17:3 „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ Jóh 3:16 „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“

Það er aðeins ein leið til frelsunar og hún er ekki auðveld. Biblían segir: Mt 7:13-14 „Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann.“

Frelsun er ekki áunnin, hún er gjöf. Biblían segir: Ef 2:8-9 „Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.“

Frelsun er persónulegt og máttug viðbragð við fagnaðarerindinu og innifelur fyrirgefningu synda. Biblían segir: P 2:37-38 „Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: Hvað eigum vér að gjöra, bræður? Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf Heilagan anda.“

Frelsun er einföld, afdráttarlaus, persónuleg og opinber. Biblían segir: Rm 10:8-10 „Hvað segir það svo? Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu. Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.“