Guð lofar þeim eilífu lífi sem trúa á Soninn. Biblían segir: Jh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Eilíft líf er gjöf til þeirra sem treysta Jesú. Biblían segir: 1Jh 5:11-12 Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið.
Framtíð okkar á himnum hefst þegar Jesús kemur aftur. Biblían segir: 1Þ 4:16-17 Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.
Við endurkomuna mun Jesús gera okkur fullkomin eins og hann er. Biblían segir: Fl 3:20-21 En föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists. Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum. Því hann hefur kraftinn til að leggja allt undir sig.
Hvað segir Biblían um himininn? Biblían segir: Jh 14:2-3 Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.
Framtíðin er ofar skilningi okkar. Biblían segir: 1Kor 2:9 En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.
Hvernig lýsti Jesaja aðstæðum hinnar fullkomnu framtíðar? Biblían segir: Jes 65:21-23 Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna. Eigi munu þeir erfiða til ónýtis og eigi börn geta til skammlífis, því að þeir eru kynslóð manna, er Drottinn hefir blessað, og niðjar þeirra verða hjá þeim.
Friður ríkir, jafnvel meðal dýranna. Biblían segir: Jes 65:25 Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra segir Drottinn.
Fatlaðir verða heilbrigðir. Biblían segir: Jes 35:5-6 Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi, því að vatnslindir spretta upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum.
Guð mun búa meðal fólks síns og endir verður bundinn á dauða, sorg og þjáningu. Biblían segir: Opb 21:3-4 Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.