Guð vill að við tilheyrum honum en kærir sig ekki um dýrafórnir. Biblían segir: Sl 50:13-15 Et ég nauta kjöt, eða drekk ég hafra blóð? Fær Guði þakkargjörð að fórn og gjald Hinum hæsta þannig heit þín. Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.
Guð vill að við séum fórnfús og gefum honum allt. Biblan segir: Mt 19:21 Jesús sagði við hann: Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.
Guð fagnar því ef líf okkar er fullkomlega helgað honum. Biblían segir: Rm 12:1 Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.
Guð gleðst yfir sannri lofgjörð og tekur við henni sem fórn. Biblían segir: Heb 13:15-16 Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans. En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.