Home / Biblíuefni / Andkristur

Andkristur

Guð segir að mannkynið lifi núna á „síðustu tímum“ – síðustu andartökum heimssögunnar. Hver eða hvað er andkristur? 1Jh 2:18 „Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund.“

Upprunalega gríska orðið fyrir andkrist getur haft tvær merkingar. Það getur þýtt „gegn Kristi“ og á þá við um einhvern einstakling eða vald sem setur sig upp á móti starfi Krists. Það getur einnig þýtt „í staðinn fyrir Krist“ sem merkir þá einstakling eða vald sem kemur í staðinn fyrir Krist eða er eftirlíking af Kristi. Guð segir að auk komu sérstaks andkrists séu margir andkristar þegar komnir fram á dögum frumkristninnar. Biblían segir: 1Jh 2:19, 26 „Þeir komu úr vorum hópi, en heyrðu oss ekki til. Ef þeir hefðu heyrt oss til, þá hefðu þeir áfram verið með oss. En þetta varð til þess að augljóst yrði, að enginn þeirra heyrði oss til. Þetta hef ég skrifað yður um þá, sem eru að leiða yður afvega.“

Samkvæmt orði Guðs voru andkristar kristnir menn að yfirskyni sem höfðu sagt skilið við söfnuðinn. Þeir voru lygarar sem afneituðu Jesú sem Messíasi. Biblían segir: 1Jh 2:22 „Hver er lygari, ef ekki sá sem neitar, að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn, sem afneitar föðurnum og syninum.“ 2Jh 1:7 „Því að margir afvegaleiðendur eru farnir út í heiminn, sem ekki játa, að Jesús sé Kristur, kominn í holdi. Þetta er afvegaleiðandinn og andkristurinn.“

Andkristar eru ekki trúleysingjar. Þeir eru ekki heiðingjar sem segja Jesú stríð á hendur. Þeir eru einstaklingar sem eru að boða fagnaðarerindi en það er ekki hið sanna fagnaðarerindi. Það er annað fagnaðarerindi. Biblían segir: 2Kor 11:4, 13-15 „Því að ef einhver kemur og prédikar annan Jesú en vér höfum prédikað, eða þér fáið annan anda en þér hafið fengið, eða annað fagnaðarerindi en þér hafið tekið á móti, þá umberið þér það mætavel. Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists. Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd. Það er því ekki mikið, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna.“

Jesús varaði söfnuðinn við svikaverkum þessara fölsku spámanna. Biblían segir: Mt 7:15, 21-23 „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Ekki mun hver sá, sem við mig segir: ´Herra, herra´, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.“

Jesús varaði einnig við því að á síðustu dögum kirkjunnar, rétt fyrir endurkomuna, myndu andkristar raunverulega reyna að líkja eftir honum og segjast vera hinn endurkomni Messías. Biblían segir: Mt 24:4-5, 23-26 „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu...Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur eða þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. Sjá, ég hef sagt yður það fyrir. Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.“

Rétt fyrir endurkomu Jesú mun hinn mikli og síðasti andkristur opinberast sem andkristurinn sem mun koma. Biblían segir: 2Þ 2:3-4 „Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði.“

Hvað verður um þennan andkrist og hvernig getum við borið kennsl á hann? Biblían segir: 2Þ 2:8-10 „Þá mun lögleysinginn opinberast, og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína. Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir.“