Home / Biblíuefni / Stöðugleiki

Stöðugleiki

Tekur Biblían ákveðna afstöðu í heimi þar sem persónulegar skoðanir og tilfinningar ráða mestu um afstöðu manna til málefna? Biblían segir: Sl 111:3-4, 7, 8 „Tign og vegsemd eru verk hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu. Hann hefir látið dásemdarverka sinna minnst verða, náðugur og miskunnsamur er Drottinn. Verk handa hans eru trúfesti og réttvísi, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg, örugg um aldur og ævi, framkvæmd í trúfesti og réttvísi.“

Breytist Guð nokkurn tíma? Biblían segir: Ml 3:6 „Ég, Drottinn, hefi ekki breytt mér,“

Er orð Guðs sannleikur? Biblían segir: Jóh 17:17 „Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur“

Mun orð Guðs nokkurn tíma breytast? Biblían segir: Sl 93:5 „Vitnisburðir þínir eru harla áreiðanlegir, húsi þínu hæfir heilagleiki, ó Drottinn, um allar aldir.“ Mt 24:35 „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“

Á dómsdegi mun öruggt og óumbreytanlegt lögmál Guðs dæma alla. Biblían segir: Jk 2:10-12 „Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.“

Vegna óumbreytanleika lögmálsins eru allir ábyrgir gerða sinna gagnvart Guði. Biblían segir: Róm 2:6-11 „Hann mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans: Því að Guð fer ekki í manngreinarálit.“