Skurðgoðadýrkun er að tilbiðja sköpunina fremur en skaparann. Biblían segir: Rm 1:22-23 Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum.
Boðorðið bannar okkur að tilbiðja líkneski. Biblían segir: 2M 20:3-5 Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,