Kristur hefur gefið okkur loforð. Biblían segir: Rm 5:8 En Guð auðsýnir kærleik sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.
Að gefast Guði er upphaf þess að treysta honum. Biblían segir: Sl 37:5 Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.
Fylgd okkar við Guð verður að vera stöðug. Biblían segir: Js 24:15 En líki yður ekki að þjóna Drottni, kjósið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna, hvort heldur guðum þeim, er feður yðar þjónuðu, þeir er bjuggu fyrir handan Fljótið, eða guðum Amoríta, hverra land þér nú byggið. En ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.