Home / Biblíuefni / Nöfn

Nöfn

Nöfn í Biblíunni merkja oft lyndiseinkunn manna. Biblían segir: 1M 32:27-28 „Þá sagði hann við hann: Hvað heitir þú? Hann svaraði: Jakob. Þá mælti hann: Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.“

Að virða nafn Guðs er það sama og að virða hann. Biblían segir: 2M 3:14-15 „Þá sagði Guð við Móse: Ég er sá, sem ég er. Og hann sagði: Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: Ég er sendi mig til yðar. Guð sagði enn fremur við Móse: Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: Drottinn, Guð feðra yðar, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs sendi mig til yðar. Þetta er nafn mitt um aldur, og þetta er heiti mitt frá kyni til kyns.“

Vanvirðing við nafn Guðs leiðir til hegningar. Biblían segir: 2M 20:7 „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.“

Nafn Jesú gefur trú og lækningu. Biblían segir: P 3:16 „Trúin á nafn Jesú gjörði þennan mann, sem þér sjáið og þekkið, styrkan. Nafnið hans og trúin, sem hann gefur, veitti honum þennan albata fyrir augum yðar allra.

Það er frelsun að finna í nafni Jesú. Biblían segir: P 4:12 „Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“