Hvað táknar kvöldmáltíðin? Biblían segir: Mt 26:26-28 Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. Og hann tók kaleik, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: Drekkið allir hér af. Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda.
Kvöldmáltíðin minnir okkur á að Jesús dó fyrir okkur. Biblían segir: 1Kor 11:26 Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur.