Þótt náðargjafir okkar séu mismunandi eru þær allar gagnlegar svo við getum unnið saman og þjónað Guði og hvert öðru. Biblían segir: Rm 12:4-5 Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa. Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir.
Gjafir andans eru frá Guði komnar og veitast í sérstökum tilgangi. Biblían segir: Kor 12:4-6 Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami, og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami, og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.
Nefnið nokkrar gjafir Andans. Biblían segir: 1Kor 12:8-11 Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni. Ef 5:11-13 Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.