Home / Biblíuefni / Galdrar

Galdrar

Galdrar og kristni fara ekki saman. Biblían segir í P 19:18-19 „Margir þeirra, sem trú höfðu tekið, komu, gjörðu játningu og sögðu frá athæfi sínu. Og allmargir er farið höfðu með kukl, komu með bækur sínar og brenndu þær að öllum ásjáandi.“

Guð fyrirbýður þátttöku í dulspeki og göldrum. Biblían segir: 5M 18:9-13 „Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum.“