Hvert er gildi þess að byrja snemma að leiðbeina barni? Biblían segir: Ok 22:6 Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
Hvers ætlast Guð til af foreldrum varðandi barnauppeldi? Foreldrar eiga að bera Guði vitni í orði og verki. Biblían segir: 5M 6:6-7 Þessi orð, sem ég legg fyrir þig í dag, skulu vera þér hugföst. Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú ferð á fætur.
Guð ætlast til þess af foreldrum að þeir séu þolinmóðir. Biblían segir: Kól 3:21 Þér feður, verið ekki vondir við börn yðar, svo að þau verði ekki ístöðulaus.
Hvers er vænst af móðurinni? Biblían segir: Ok 31:26 Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.
Agi er túlkun á kærleika foreldranna. Biblían segir: Ok 13:24 Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.
Börnin læra betur við kærleiksríkan aga. Biblían segir: Ok 29:15 Vöndur og umvöndun veita speki, en agalaus sveinn gjörir móður sinni skömm.
Markmiðið með aga er að stuðla að þroska barnsins, ekki að reita það til reiði. Biblían segir: Ef 6:4 Og þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins.
Afleiðingar af syndum foreldranna bitna oft á börnunum. Biblían segir: 2M 34:7 Drottinn...auðsýnir gæsku þúsundum og fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur þeirra þó eigi með öllu óhegnt, heldur vitjar misgjörða feðranna á börnum og barnabörnum, já í þriðja og fjórða lið.
Hvaða viðbrögð væntir Guð að sjá hjá börnunum? Biblían segir: Ef 6:1 Þér börn, hlýðið foreldrum yðar vegna Drottins, því að það er rétt.