Hvaðan koma efnislegar blessanir? Biblían segir: 5M 8:18 Minnstu heldur Drottins Guðs þíns, því að hann er sá, sem veitir þér kraft til að afla auðæfanna, til þess að hann fái haldið þann sáttmála, er hann sór feðrum þínum, eins og líka fram hefir komið til þessa.
Geta peningar staðið í veginum fyrir mikilvægari málefnum? Auðæfi geta orðið þýðingarmest í lífi okkar og tekið sæti Guðs. Biblían segir: Jer 9:23-24 Svo segir Drottinn: Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni og hinn sterki hrósi sér ekki af styrkleika sínum og hinn auðugi hrósi sér ekki af auði sínum. Hver sá er vill hrósa sér, hrósi sér af því, að hann sé hygginn og þekki mig, að það er ég, Drottinn, sem auðsýni miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, því að á slíku hefi ég velþóknun segir Drottinn.
Auðæfi geta gefið okkur ranga afstöðu til efnislegra hluta. Biblían segir: Lk 12:15 Og hann sagði við þá: Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé.
Það er óviturlegt að láta efnislegan ávinning skipta mestu máli. Biblían segir: Mt 6:24 Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. 1Tm 6:9 En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.
Það er erfitt en ekki ómögulegt fyrir ríkan mann að verða þegn í Guðsríki (ríkisborgari á himnum). Biblían segir: Mk 10:23-25 Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki. Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú, en hann sagði aftur við þá: Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.
Fégirnd leiðir til glötunar. Biblían segir: 1Tm 6:10 Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.
Græðgi fylgir oft velgengni og getur leitt til glæpa. Biblían segir: Jk 4:1-2 Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki.
Það er satt að því meira sem við gefum þeim mun meira öðlumst við. Biblían segir: Lk 12:33-34 Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
Til hvaða fjárfestinga hvetur Guð? Biblían segir: 1Tm 6:17-19 Bjóð ríkismönnum þessarar aldar að hreykja sér ekki né treysta fallvöltum auði, heldur Guði, sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar. Bjóð þeim að gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum, með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna, og munu geta höndlað hið sanna líf.
Góð leiðbeining til þeirra sem eiga eignir. Biblían segir: 3M 25:23 Landið skal eigi selt fyrir fullt og allt, því að landið er mín eign, því að þér eruð dvalarmenn og hjábýlingar hjá mér.
Ánægja er ekki háð peningum og auði. Biblían segir: Fl 4:12-13 Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.
Guð biður okkur um að skila tíund af tekjum okkar og gjöfum til hans og lofar á móti að veita okkur ómældar blessanir. Biblían segir: Ml 3:8-10 Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: Í hverju höfum vér prettað þig? Í tíund og fórnargjöfum. Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig, öll þjóðin. Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt segir Drottinn allsherjar, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.
Kristur er samþykkur tíundargreiðslu. Biblían segir: Mt 23:23 Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.
Hvernig geta allir, ríkir og fátækir, heiðrað Guð? Biblían segir: Ok 3:9-10 Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.
Ef Guð hefur forgang í lífi okkar þá mun hann sjá fyrir öllum þörfum okkar. Biblían segir: Mt 6:33 En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Hvaða fjármálaráðleggingar gefur Salómon okkur? Hann var vitrasti og ríkasti maðurinn sem nokkru sinni hefur verið uppi. Biblían segir: Pd 5:10-20 Sá sem elskar peninga, verður aldrei saddur af peningum, og sá sem elskar auðinn, hefir ekki gagn af honum. Einnig það er hégómi. Þar sem eigurnar vaxa, þar fjölgar og þeim er eyða þeim, og hvaða ábata hefir eigandinn af þeim annan en að horfa á þær? Sætur er svefninn þeim sem erfiðar, hvort sem hann etur lítið eða mikið, en offylli hins auðuga lætur hann eigi hafa frið til að sofa. Til er slæmt böl, sem ég hefi séð undir sólinni: auður sem eigandinn varðveitir sjálfum sér til ógæfu. Missist þessi auður fyrir slys, og hafi eigandinn eignast son, þá verður ekkert til handa honum. Eins og hann kom af móðurlífi, svo mun hann nakinn fara burt aftur eins og hann kom, og hann mun ekkert á burt hafa fyrir strit sitt, það er hann taki með sér í hendi sér. Einnig það er slæmt böl: Með öllu svo sem hann kom mun hann aftur fara, og hvaða ávinning hefir hann af því, að hann stritar út í veður og vind? Auk þess elur hann allan aldur sinn í myrkri og við sorg og mikla gremju og þjáning og reiði. Sjá, það sem ég hefi séð, að er gott og fagurt, það er, að maðurinn eti og drekki og njóti fagnaðar af öllu striti sínu, því er hann streitist við undir sólinni alla ævidaga sína, þá er Guð gefur honum, því að það er hlutdeild hans. Og þegar Guð gefur einhverjum manni ríkidæmi og auðæfi og gjörir hann færan um að njóta þess og taka hlutdeild sína og að gleðjast yfir starfi sínu, þá er og það Guðs gjöf. Því að slíkur maður hugsar ekki mikið um ævidaga lífs síns, meðan Guð lætur hann hafa nóg að sýsla við fögnuð hjarta síns.
Hvað segir Biblían um mánaðarlegu reikningana hjá mér? Biblían segir: Rm 13:7-8 Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt, sem skattur ber, þeim toll, sem tollur ber, þeim ótta, sem ótti ber, þeim virðing, sem virðing ber. Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið.
Varist að skrifa undir lán annarra. Biblían segir: Ok 22:26-27 Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum, því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?
Á hvað erum við minnt í sambandi við lánatöku? Biblían segir: Ok 22:7 Ríkur maður drottnar yfir fátækum, og lánþeginn verður þræll lánsalans.
Guð ætlast til þess að við séum sanngjörn í viðskiptum. Biblían segir: Ok 16:11 Rétt vog og reisla koma frá Drottni, lóðin á vogarskálunum eru hans verk.
Heiðarleika og sanngirni er alltaf vænst hjá þeim sem kjósa að þóknast Guði. Biblían segir: Jes 33:15 Sá sem fram gengur réttvíslega og talar af hreinskilni, sá sem hafnar þeim ávinningi, sem fenginn er með ofríki, sá sem hristir mútugjafir af höndum sér, sá sem byrgir fyrir eyru sín til þess að heyra eigi morð ráðin, sá sem afturlykur augum sínum til þess að horfa eigi á það, sem illt er,
Það er mikilvægt að vinna fyrir sér. Biblían segir: 2Þ 3:11-12 Vér heyrum, að nokkrir meðal yðar lifi óreglulega, vinni ekkert, heldur gefi sig alla að því, sem þeim kemur eigi við. Slíkum mönnum bjóðum vér og áminnum þá vegna Drottins Jesú Krists, að vinna kyrrlátlega og eta eigið brauð.