Hvað er athugavert við að rífast öðru hverju? Biblían segir: Fil 2:14 Gjörið allt án þess að mögla og hika,
Eyðum ekki tíma í að þræta um það sem skiptir ekki máli eða það sem við getum ekki fundið svör við. Biblían segir: Tt 3:9 En forðast þú heimskulegar þrætur og ættartölur, deilur og lögmálsstælur. Þær eru gagnslausar og til einskis.
Hugsaðu áður en þú svarar fyrir þig. Biblían segir: Ok 15:28 Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku.
Hæversk viðbrögð koma í veg fyrir þrætur. Biblían segir: Ok 15:1 Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.
Ætti ég að skipta mér af þrætumálum annara? Biblían segir: Ok 26:17 Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá.