Home / Biblíuefni / Dauði

Dauði

Hverrnig getum við mætt dauðanum? Við þurfum ekki að hræðast ef Guð er með okkur. Biblían sergir: Sl 23:4 „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“

Hverju líkist dauðinn? Það er eins og að sofna. Biblían segir: 1Þ 4:13 „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. “Jh 11:11-14 „Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann. Þá sögðu lærisveinar hans: Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum. En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: Lasarus er dáinn,“

Hvar segir Daníel að hinir dánu sofi? Biblían segir: Dn 12:2 „Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna.“

Vita hinir dánu eitthvað? Biblían segir: Pd 9:5-6 „Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.“

Dauðinn er ekki endir alls. Biblían segir: Jes 26:19 „Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, lík þeirra rísa upp. Vaknið og hefjið fagnaðarsöng, þér sem búið í duftinu.“

Hverju lofar Jesús þeim sem deyja? Biblían segir: Hs 13:14 „Ætti ég að frelsa þá frá Heljar valdi, leysa þá frá dauða?“

Máttur upprisunnar kemur frá Kristi. Biblían segir: 1Kor 15:21-22 „Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann. Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.“

Hvers vegna gaf Guð heiminum son sinn? Biblían segir: Jh 3:16 „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“

Bæði réttlátir og ranglátir munu upp rísa. Biblían segir: Jh 5:28-29 „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.“

Hinir réttlátu munu upp rísa við endurkomu Krists. Biblían segir: 1Þ 4:16-17 „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“

Hvernig verðum við eftir upprisuna? Biblían segir: Fl 3:20-21 „En föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists. Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum. Því hann hefur kraftinn til að leggja allt undir sig.“

Hve lengi munu hinir upprisnu réttlátu lifa? Biblían segir: Lk 20:36 „Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar.“

Hversu lengi munu hinir ranglátu bíða seinni upprisu eftir að upprisan hefur átt sér stað? Biblían segir: Op 20:4-5 „Og þeir (hinir réttlátu) lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan.“

Hver verða endalok þeirra? Biblían segi: Op 20:9 „En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim.“

Hverjir eru hinir ranglátu? Biblían segir: Op 21:8 „En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði.“