Home / Biblíuefni / Blótsyrði

Blótsyrði

Hvað ætti að einkenna talsmáta okkar? Biblían segir: Ef 5:4 „Ekki heldur svívirðilegt hjal eða ósæmandi spé. Þess í stað komi miklu fremur þakkargjörð.“

Eitt boðorðanna bannar að misnota nafn Guðs. Biblían segir: 2M 20:7 „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.“

Guð biður okkur um að venja okkur af svívirðilegu orðbragði. Biblían segi: Kól 3:8 En nú skuluð þér segja skilið við allt þetta: Reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð.

Trú okkar endurspeglast í orðum okkar. Biblían segi: Ok 13:3 „Sá sem gætir munns síns, varðveitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir.“

Fylgjendur Jesú eiga að vanda mál sitt. Biblían segir: Kól 4:6 „Mál yðar sé ætíð ljúflegt, en salti kryddað, til þess að þér vitið, hvernig þér eigið að svara hverjum manni“

Tal okkar hefur áhrif á aðra. Biblían segi: 1Tm 4:12 „Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika.“