Biðtími veitir tækifæti til að byggja upp traust á Guði. Biblían segir: Sl 27:14 Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drottin.
Stundum segir Guð bíðið áður en hann svarar. Biblían segir: Sl 40:2 Ég hefi sett alla von mína á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt.
Þeir sem eru trúfastir Jesú munu vera þolinmóðir. Biblían segir: Opb 14:12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.