Andlegur vöxtur er takmark hins kristna. Biblían segir: 2Pt 3:18 Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Honum sé dýrðin nú og til eilífðardags.
Andlegur vöxtur þroskast með aga. Biblían segir: 1Kor 9:25 Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan.
Guð hefur lofað okkur áframhaldandi andlegum vexti þangað til Jesús kemur. Biblían segir: Fl 1:6 Og ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.
Þjálfun leiðir til andlegs vaxtar og er nauðsynleg í reynslu hins kristna. Biblían segir: Heb 5:12-14 Þó að þér tímans vegna ættuð að vera kennarar, þá hafið þér þess enn á ný þörf, að einhver kenni yður undirstöðuatriði Guðs orða. Svo er komið fyrir yður, að þér hafið þörf á mjólk, en ekki fastri fæðu. En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins. Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá, sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu.