Treystu Guði en ekki eigin hugmyndum. Biblían segir: Ok 3:5-6 Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.
Traust er það að trúa því að Guð muni gera nákvæmlega það sem hann hefur lofað að gera. Biblían segir: Róm 3:21-22 En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls. Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur:
Fullkominn friður fæst með því að treysta Guði. Biblían segir: Jes 26:3 Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig..