Home / Biblíuefni / Trú

Trú

Hvað er trú? Biblían segir: Heb 11:1 „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“

Jesús er uppspretta trúarinnar. Biblían segir: Lk 17:5 „Postularnir sögðu við Drottin: Auk oss trú!“ Rm 10:17 „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.“

Sönn trú er að trúa því sem Jesú gerði fyrir okkur. Biblían segir: Rm 5:1 „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“

Trú er að treysta Guði í öllu. Biblían segir: Heb 10:38 „Minn réttláti mun lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum.“

Veik trú getur orðið sterk með hjálp Guðs. Biblían segir: Mk 9:24 „Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.“