Erfitt er fyrir vantrúaða að trúa því að við lifum á síðustu dögum heimssögunnar. Biblían segir: 2Pt 3:3-4 Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum og segja með spotti: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar.
Koma andkrists er tákn endalokanna. 1Jh 2:18 Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund.
Sagði Jesús til um það hvenær endirinn yrði? Biblían segir: Mt 24:14 Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
Menn, sem segjast vera Jesús, munu birtast á síðustu dögum. Biblían segir: Mt 24:23 Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur eða þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
Tákn munu verða á sól, tungli og stjörnum. Mt 24:29-30 En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.
Hvernig verður siðferðislegt ástand heimsins á hinum síðustu dögum? Biblían segir: Tm 3:1-5 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!
Aukin þekking og mikil ferðalög munu auðkenna hina síðustu daga. Biblían segir: Dn 12:4 En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður. Margir munu rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa.
Hver eru önnur tákn síðustu daga sem Biblían talar um? Biblían segir: Lk 21:25-26 Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast.
Fréttir um frið og öryggi er eitt af táknum síðustu daga. Biblían segir: Þ 5:2-3 Þér vitið það sjálfir gjörla, að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu. Þegar menn segja: Friður og engin hætta, þá kemur snögglega tortíming yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir munu alls ekki undan komast.
Hvað á fólk að gera þegar það sér þessa atburði eiga sér stað? Biblían segir: Mt 24:42-44 Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.