Hér er forskriftin að skemmtanavali, þar með taldar bækur, tónlist, sjónvarpsþættir og kvikmyndir. Biblían segir: Fl 4:8 Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. Hugsið um allt sem þið getið þakkað Guði fyrir.
Forðist óviðeigandi gjörðir. Biblían segir: Sl 101:3-4 Ég læt mér eigi til hugar koma neitt níðingsverk. Ég hata þá sem illa breyta, þeir fá engin mök við mig að eiga. Rangsnúið hjarta skal frá mér víkja, ég kannast eigi við hinn vonda.
Það er ekki hægt að taka þátt í skemmtunum heimsins og vera vinur Guðs. Biblían segir: Jk 4:4 Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gjörir sig að óvini Guðs.
Hver eru sum holdsins verk? Biblían segir: Gl 5:19-21 Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki.
Í skilgreiningu á heimsins munaði og holdsins verkum felst: Biblían segir: 1Jh 2:15-17 Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.
Allt sem við gerum ætti að vera í samræmi við nafn Krists. Biblían segir: Kól 3:17 Hvað sem þér gjörið í orði eða verki, gjörið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann.