Home / Biblíuefni / Samkynhneigð

Samkynhneigð

Hvað kennir Biblían um samkynhneigð? Biblían segir: Rm 1:26-27 „Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.“

Er samkynhneigð synd? Biblían segir: 3M 18:22 „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“

Geta samkynhneigðir vænst þess að fara til himna? Biblían segir: 1Kor 6:9 „Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar.“

Eins og allir aðrir syndarar eru samkynhneigðir kallaðir til að iðrast. Biblían segir: 1Tm 1:8-11 „ Vér vitum, að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega...lífismönnum, mannhórum, mannaþjófum, lygurum, meinsærismönnum, og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs, sem mér var trúað fyrir.“

Láta verður af öllum syndsamlegum venjum og leita fyrirgefningar Guðs. Biblían segir: 1Kor 6:11 „Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir Anda vors Guðs.“

Það er von fyrir virka samkynhneigða. Biblían segir: 1Kor 10:13 „Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.“

Ef þú ert virkur samkynhneigður einstaklingur, hvað ættir þú að gera? Fyrst að játa syndina. Biblían segir: Sl 51:3-5 „Guð ... Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni, því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.“

Næst er að biðja um fyrirgefningu á syndinni. Guð segir að þú getir byrjað að nýju. Biblían segir: Sl 51:9-14 „Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn, þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll. Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin sem þú hefir sundurmarið. Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda“

Í þriðja lagi - trúðu að Guð hafi vissulega fyrirgefið og hættu að hafa sektarkennd. Biblían segir: Sl 32:1-7 „Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda. Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég, því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju. Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína. Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi. Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig.“