Hvað á Biblían við þegar hún talar um nýjan sáttmála milli okkar og Guðs? Nýi sáttmálinn er endanleg lausn á uppreisn mannkynsins. Biblían segir: Jer 31:33 En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.
Nýr sáttmáli kemur vegna dauða Jesú Krists. Biblían segir: Lk 22:20 Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt.
Nýi sáttmálinn gerir það að verkum að við getum komið beint til Guðs fyrir Jesú. Biblían segir: Heb 7:22 Þessi samanburður sýnir, að Jesús er orðinn ábyrgðarmaður betri sáttmála.
Fyrirgefning synda fæst aðeins með nýja sáttmálanum. Biblían segir: Heb 9:14-15 hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði. Þess vegna er hann meðalgangari nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum, til þess að hinir kölluðu mættu öðlast hina eilífu arfleifð, sem heitið var.
Hverju lofaði fólkið að gera á tíma gamla sáttmála? Biblían segir: 2M 24:3 Og Móse kom og sagði fólkinu öll orð Drottins og öll lagaákvæðin. Svaraði þá fólkið einum munni og sagði: Vér skulum gjöra allt það, sem Drottinn hefir boðið.
Hverju lofar Guð í nýja sáttmálanum? Biblían segir: Heb 8:10 Þetta er sáttmálinn, sem ég mun gjöra við hús Ísraels eftir þá daga, segir Drottinn: Ég mun leggja lög mín í hugskot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra. Ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera lýður minn.