Home / Biblíuefni / Lífið

Lífið

Hvað gerir lífið dýrmætt? Mannlegar verur eru skapaðar í mynd Guðs. Biblían segir: 1M 9:6 „Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úthellt verða. Því að eftir Guðs mynd gjörði hann manninn.“

Sérhvert andartak lífsins er gjöf frá Guði. Biblían segir: Sl 39:5 „Lát mig, Drottinn, sjá afdrif mín og hvað mér er útmælt af dögum, lát mig sjá, hversu skammær ég er.“

Það gefur lífinu gildi að lifa því í ljósi eilífðarinnar. Biblían segir: Sl 90:12 „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.“

Að fórna sér fyrir fagnaðarerindið gefur lífinu gildi. Biblían segir: Mk 8:35 „Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins, mun bjarga því.“

Andlegt líf er óeigingjarnt. Biblían segir: Lk 9:25 „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér?“

Andlegt líf felst í samfélaginu við Krist. Biblían segir Rm 6:5-7 „Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans. Vér vitum, að vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni. Því að sá, sem dauður er, er leystur frá syndinni.“ Jh 14:6 „Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“