Home / Biblíuefni / Kyrrð

Kyrrð

Guð talar oft til okkar hljóðlátri röddu. Biblían segir: 1Kon 19:11-13 „Þá sagði Drottinn: Gakk þú út og nem staðar á fjallinu frammi fyrir mér. Og sjá, Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tætti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum. Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftann kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum. En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla. Og er Elía heyrði það, huldi hann andlit sitt með skikkju sinni, gekk út og nam staðar við hellisdyrnar. Sjá, þá barst rödd að eyrum honum og mælti: Hvað ert þú hér að gjöra, Elía?“

Oftast finnum við best fyrir nálægð Guðs þegar við erum hljóð. Biblían segir: Sl 46:11 „Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu.“

Það er styrkur í þögninni. Biblan segir: Jes 30:15 „Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“

Réttlæti veitir friðsælt traust. Réttlæti hefur í för með sér frið og öryggi. Biblían segir: Jes 32:17-18 „Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður, og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.“

Með hljóðleika sýnum við virðingu. Biblían segir: Hb 2:20 „En Drottinn er í sínu heilaga musteri, öll jörðin veri hljóð fyrir honum!“