Home / Biblíuefni / Kynlíf

Kynlíf

Kynlíf er gjöf sem Guð gefur giftu fólki til að njóta saman. Biblían segir: Ok 5:18-19 „Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, elsku-hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst hennar gjöri þig ætíð drukkinn, og ást hennar fjötri þig ævinlega.“

Það er mælt með rómantík og kynlífi innan hjónabandsins. Biblían segir: Hb 13:4 „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð...“ 1Kor 7:3-4 segir „Maðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart manninum. Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama, heldur maðurinn. Sömuleiðis hefur og maðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama, heldur konan.“

Guð skapaði kynlífið sem hluta af sérstöku sambandi innan hjónabandsins. Biblían segir: 1Kr 7:5 „Haldið yður eigi hvort frá öðru, nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir, til þess að þér getið haft næði til bænahalds, og takið svo saman aftur, til þess að Satan freisti yðar ekki vegna ístöðuleysis yðar.“

Til að forðast sársauka ættu kynlífsástríður og kynlíf að vera undir stjórn Guðs. Biblían segir: 1Þ 4:3-5 „Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillulífi, að sérhver yðar hafi vit á að halda líkama sínum í helgun og heiðri, en ekki í losta, eins og heiðingjarnir, er ekki þekkja Guð.“

Sjöunda boðorðið bannar hjúskaparbrot. Biblían segir: 2M 20:14 „Þú skalt ekki drýgja hór.“

Kynferðislegar syndir eru eyðileggjandi jafnvel þótt áhrifin komi ekki strax í ljós. Biblían segir: 1Kor 6:18 „Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.“

Hvert er upphaf kynlífssynda? Biblían segir: Mt 5:28 „En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“

Biblían fordæmir kynmök samkynhneigðra. Biblían segir: Rm 1:26-27 „Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.“

Biblían bannar sifjaspell. Biblían segir: 3M 18:6 „Enginn yðar skal koma nærri nokkru nánu skyldmenni til þess að bera blygðan þeirra.“

Biblían bannar samræði við dýr. Biblían segir: 3M 18:23 „Þú skalt ekki eiga samlag við nokkra skepnu, svo að þú saurgist af. Né heldur skal kona standa fyrir skepnu til samræðis við hana. Það er svívirðing.“

Biblían bannar kynlífsmök við vændiskonur. Biblían segir: 1Kor 6:15-17 „Vitið þér ekki, að líkamir yðar eru limir Krists? Á ég þá að taka limi Krists og gjöra þá að skækjulimum? Fjarri fer því. Vitið þér ekki, að sá er samlagar sig skækjunni verður ásamt henni einn líkami? Því að sagt er: Þau tvö munu verða eitt hold. En sá er samlagar sig Drottni er einn andi ásamt honum.“