Hvað tvennt auðkennir lyndiseinkunn Guðs? Biblína segir: Sl 145:17 Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
Hvernig er Guði lýst? Biblían segir: 5M 32:4 Bjargið fullkomin eru verk hans, því að allir vegir hans eru réttlæti. Trúfastur Guð og tállaus, réttlátur og réttvís er hann.
Hvað um styrk Guðs? Biblían segir: Jb 36:5 Sjá, Guð er voldugur, þó fyrirlítur hann engan, voldugur að andans krafti.
Er hægt að treysta því að Guð standi við loforð sín? 5M 7:9 Fyrir því skalt þú vita, að Drottinn Guð þinn er hinn sanni Guð, hinn trúfasti Guð, er heldur sáttmálann og miskunnsemina í þúsund ættliði við þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.
Lýsið Guði í einu orði. Biblían segir: 1Jh 4:8 Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.
Guð er samúðarfullur Biblían segir: Sl 86:15 En þú, Drottinn, ert miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður og gæskuríkur og harla trúfastur.
Guð er óhlutdrægur. Biblían segir: P 10:34-35 Þá tók Pétur til máls og sagði: Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.
Hversu langt er Guð reiðubúinn að ganga til að tryggja framtíð mína? Biblían segir: Jh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Guð hefur sýnt okkur fullkomlega hvað raunverulegur kærleikur er. Biblían segir: 1Jh 4:9-10 Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.
Guði er kært að sýna okkur miskunnsemi þegar við eigum hana ekki skilið. Biblían segir: Mík 7:18 Hver er slíkur Guð sem þú, sá er fyrirgefur leifum arfleifðar sinnar misgjörð þeirra og umber fráhvarf þeirra, sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, heldur hefir unun af að vera miskunnsamur?
Blessanir Guðs eru ekki bara fyrir gott fólk. Biblían segir: Mt 5:45-46 ... þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama?
Guð hættir aldrei! Hann vill að við öðlumst allt! Rm 8:32 Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?
Guð elskar okkur eins og eftirlátssamur faðir. Biblían segir: 1Jh 3:1 Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn. Og það erum vér. Heimurinn þekkir oss ekki, vegna þess að hann þekkti hann ekki.
Kærleikur Guðs er eins og öruggur felustaður. Biblían segir: Sl 36:7 Réttlæti þitt er sem fjöll Guðs, dómar þínir sem reginhaf. Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn.
Við eigum að fylgja fordæmi Guðs. Biblían segir: 1Jh 4:11 Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.
Stundum er kærleikur agi. Biblían segir: Hb 12:6 Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur.
Guð gefst aldrei upp á okkur. Biblían segir: Jer 31:3 Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.
Getur nokkuð aðskilið börn Guðs frá kærleika hans? Biblían segir: Rm 8:38-39 Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.