Home / Biblíuefni / Græðgi/Ágirnd

Græðgi/Ágirnd

Ágirnd er oft samfara velgengni og leiðir oft út á glæpabraut. „Biblían segir: Jk 4:1-2 „Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki.“

Auður getur gefið okkur ranga afstöðu til efnislegra hluta. Biblían segir: Lk 12:15 „Og (Jesú) sagði við þá: Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé.“

Fégirndin er rót alls þess sem illt er. Biblían segir: 1Tm 6:10. „Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.“