Fylgd við Jesú kallar á ákvörðun og síðan gjörðir. Biblían segir: Mt 4:19-20 Hann sagði við þá: Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða. Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum.
Fylgd við Jesú krefst sjálfsafneitunar. Biblían segir: Mt 16:24. Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.
Að fylgja Jesú þýðir að við munum halda boðorð hans. Biblían segir: 1Jh 2:4 Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.
Ef við fylgjum ekki Jesú fylgjum við Satan. Biblían segir: Mt 12:30 Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir.