Home / Biblíuefni / Falskristar

Falskristar

Jesús varaði við því að á síðustu dögum myndu upp rísa falskristar sem þættust vera Messías og fullyrtu að þeir væru frelsarar heimsins. Biblían segir: Mt 24:4-5 „Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur og marga munu þeir leiða í villu.“

Jesús varaði við því að eitt af þeim táknum sem kæmu fram við lok tímans rétt áður en Kristur kæmi aftur væri opinberun falskrista. Biblían segir: Mt 24:23-26 „Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur eða þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. Sjá, ég hef sagt yður það fyrir. Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.“

Páll varaði hina kristnu við falspostulum sem predikuðu annan Jesús en þann sem Biblían boðar. Biblían segir: 2Kor 11:3-4 „En ég er hræddur um, að eins og höggormurinn tældi Evu með flærð sinni, svo kunni og hugsanir yðar að spillast og leiðast burt frá einlægri og hreinni tryggð við Krist. Því að ef einhver kemur og prédikar annan Jesú en vér höfum prédikað, eða þér fáið annan anda en þér hafið fengið, eða annað fagnaðarerindi en þér hafið tekið á móti, þá umberið þér það mætavel.“

Hverjum eru þessir fylgjendur einhvers annars Jesú að þjóna? Biblían segir: 2Kor 11:13-15 „Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists. Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd. Það er því ekki mikið, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna. Afdrif þeirra munu verða samkvæmt verkum þeirra.“

Rétt áður en Jesús kemur aftur mun mikill falskristur birtast. Biblían segir: 2Þ 2:3-4 „ Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði.“

Hvað verður um þennan falskrist og hvernig getum við þekkt hann? Biblían segir: 2Þ 2:8-10 „Þá mun lögleysinginn opinberast, og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína. Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir.“

Sorglegt er til þess að vita að þeir sem einlæglega fylgja þessum falskristum telja sig sanna tilbiðjendur, ákafir að vinna verk Krists. Biblían segir: Mt 7:22-23 „Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.“