Home / Biblíuefni / Fagnaðarerindið

Fagnaðarerindið

Það á að boða fagnaðarerindið hreint og ómengað. Biblían segir: 2Kor 4:2 „Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð, heldur birtum vér sannleikann, og fyrir augliti Guðs skírskotum vér til samvisku hvers manns um sjálfa oss.“

Ef ég veit að Jesús dó fyrir mig, hvað þá? Það kallar á andsvar trúar á hann. Biblían segir: Jh 1:12 „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.“

Fagnaðarerindið krefst ákvarðana um breyttan lífstíl. Biblían segir: 1Þ 1:4-5 „Guð elskar yður, bræður, og vér vitum, að hann hefur útvalið yður. Fagnaðarerindi vort kom eigi til yðar í orðum einum, heldur einnig í krafti og í heilögum anda og með fullkominni sannfæringu. Þér vitið, hvernig vér komum fram hjá yður, yðar vegna.“

Jesús bauð okkur að flytja fagnaðarerindið um allan heim. Biblían segir: Mt 28:18-19 „Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,“

Við eigum að boða fagnaðarerindið óhikað. Biblían segir: Rm 1:16 „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum.“