Hverjir eru englar? Biblían segir: Heb 1:14 „Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?“
Hversu margir eru englarnir? Biblían segir: Opb 5:11 „Þá sá ég og heyrði raust margra engla, sem stóðu hringinn í kringum hásætið og verurnar og öldungana, og tala þeirra var tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda.“
Eru englar æðri en menn? Biblían segir: Sl 8:5-6 „Hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.“
Englar geta birst sem venjulegt fólk. Biblan segir: Heb 13:2 „Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.“
Hver er leiðtogi englanna? Biblían segir: 1Pt 3:21-22 „Jesú Kristur,...uppstiginn til himna, situr Guði á hægri hönd, en englar, völd og kraftar eru undir hann lagðir.“
Englar eru sérstakir verndarar. Biblan segir: Mt 18:10 „Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður.“
Englar standa vörð. Biblían segir: Sl 91:10-11 „Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.“
Englar vernda gegn hættu. Biblan segir: Sl 34:8 „Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann, og frelsar þá.“
Englar framkvæma boð Guðs. Biblían segir: Sl 103:20-21 „Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans. Lofið Drottin, allar hersveitir hans, þjónar hans, er framkvæmið vilja hans.“
Englar flytja boðskap Guðs. Biblían segir: Lk 2:9-10 „Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum.“
Hvert verður hlutverk engla við endurkomu Jesú? Biblían segir: Mt 16:27 „Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum,“ Matt 24:31 „Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.“
Hvaðan komu vondu englarnir? Þeir voru góðir englar en kusu að óhlýðnast. Biblían segir: Opb 12:9 „Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum.“
Hvaða áhrif hafa vondir englar? Þeir berjast gegn þeim sem eru góðir. Biblían segir: Ef 6:12 „Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.“
Hver verða endanleg örlög Satans og hinna illu engla hans? Biblían segir: Mt 25:41 „Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.“