Home / Biblíuefni / Boðun

Boðun

Hvernig geta hinir kristnu tekið þátt í boðun? Þeir ættu að vera persónulega ábyrgir fyrir að boða öðrum fagnaðarerindið. Biblían segir: Mt 9:37-38 „Þá sagði hann við lærisveina sína: Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Boðun er alheimsstarf fyrir alla kristna. Biblían segir: Mt 28:19-20 „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Að vitna um Jesú ætti að vera lífstíll. Biblían segir: Kól 1:25-29 „Að flytja Guðs orð óskorað er leyndardóminn, sem hefur verið hulinn frá upphafi tíða og kynslóða, en nú hefur hann verið opinberaður Guðs heilögu. Guð vildi kunngjöra þeim, hvílíkan dýrðar ríkdóm heiðnu þjóðirnar eiga í þessum leyndardómi, sem er Kristur meðal yðar, von dýrðarinnar. Hann boðum vér, er vér áminnum sérhvern mann og fræðum með allri speki, til þess að vér getum leitt hvern mann fram fullkominn í Kristi. Að þessu strita ég og stríði með þeim mætti, sem kröftuglega verkar í mér.“

Góðu fréttirnar, fagnaðarerindið, verður að boða alstaðar áður en Jesús kemur. Biblían segir: Mt 24:14 „Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“

Þú þarft ekki að vera fágaður í framkomu eða hámenntaður til að vitna um Jesú. Biblían segir: 1Kor 2:1-5 „Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan. Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist. Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.“

Við erum kölluð til að vera fulltrúar Jesú. Biblían segir: 2Kor 5:2 „Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð.“

Boðun felur í sér að tala fyrir Drottin og breyta eftir sannleikanum. Biblían segir: Mk 16:15 „Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.“ Jh 13:35 „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“

Boðun felur í sér meira en að predika og vitna. Biblían segir: Jes 61:1 „Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig. Hann hefir sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn,“