Miðill er nútímaorð yfir það sem Biblían kallar gjörninga, særingar eða spásagnir. Miðill er dulspekingur sem verður boðleið að móttækilegum einstaklingi með skynsamleg skilaboð úr andaheiminum. Hvað segir Guð um miðilsgáfur? Biblían segir: 3M 19:31 Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar.
Miðilshæfileikar voru algengir meðal heiðinna þjóða á tímum Biblíunnar. Guð varaði Ísraelsþjóðina við þessu rétt áður en þeir fóru inn í fyrirheitna landið, Kanan. Biblían segir, 5M 18:9-12 Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.
Fólk leitar ráða hjá skyggnum miðlum. Hver er raunverulegur uppruni boðskapar þeirra? Atriði úr lífi Páls postula varpar ljósi á kennimark þeirra. Biblían segir: P 16:16-18 Eitt sinn, er vér gengum til bænastaðarins, mætti oss ambátt nokkur, sem hafði spásagnaranda og aflaði húsbændum sínum mikils gróða með því að spá. Hún elti Pál og oss og hrópaði: Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæsta, og boða þeir yður veg til hjálpræðis! Þetta gjörði hún dögum saman. Páli féll það illa. Loks sneri hann sér við og sagði við andann: Ég býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af henni. Og hann fór út á samri stundu.
Illir andar eru englar sem einu sinni bjuggu á himnum með Guði. Ásamt Satan gerðu þeir uppreisn og var kastað niður til jarðar. Biblían segir: Opb 12:7-9 Þá hófst stríð á himni: Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann. Drekinn barðist og englar hans, en þeir fengu eigi staðist og eigi héldust þeir heldur lengur við á himni. Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum.
Vegna þess að andi miðlanna er djöfullegur eru verk þeirra andstyggð í augum Guðs. Á tímum Ísralesþjóðarinnar var sá deyddur sem stundaði særingar. Biblían segir: 3M 20:27 Hafi maður eða kona særingaranda eða spásagnaranda, þá skulu þau líflátin verða. Skal lemja þau grjóti, blóðsök hvílir á þeim. Jes 8:19- Ef þeir segja við yður: Leitið til andasæringarmanna og spásagnarmanna, sem hvískra og umla! Á ekki fólk að leita frétta hjá guðum sínum og leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi?