Þjáningar eru ekki endilega afleiðing synda. Biblían segir: Jh 9:2-3 Lærisveinar hans spurðu hann: Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur? Jesús svaraði: Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum.
Jesús lofaði aldrei að fylgjendur hans kæmust hjá þjáningum. Biblían segir: Lk 21:17-19 Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns, en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar. Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.
Jesús finnur til með okkur á raunatímum. Biblían segir: Hb 2:18 Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.
Þjáningar eru óhjákvæmilegar en geta verið þroskandi. Biblían segir: Jk 1:2-3 Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir. Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði,