Home / Biblíuefni / Áfengi

Áfengi

Hvað segir Ritningin um áfengi og sterka drykki? Biblían segir: Ok 20:1 „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.“

Hvers vegna er drykkja hættuleg? Biblían segir: Ef 5:18 „Drekkið yður ekki drukkna af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum,“

Hvers vegna er konungum og öðrum leiðtogum ráðlagt að drekka ekki áfenga drykki? Biblían segir: Ok 31:4-5 „Ekki sæmir konungum, Lemúel, ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur. Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfæra málefni allra aumra manna.“

Með hvaða syndum er drykkju lýst? Bbiblían segir: Gl 5:19-21 „Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki.“

Hver getur verið afleiðing óhófs í mat og drykk? Biblían segir: Ok 23:20-21 „Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt, því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra.“

Hvaða áhrif hefur áfengi á neytendur? Biblían segir: Ok 23:29-35 „Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín munu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði. Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá, er liggur efst uppi á siglutré. Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til, þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var.“

Hreinn vínberjasafi er blessun fyrir manninn. Biblían segir: Jes 65:8 „Svo segir Drottinn: Eins og menn segja, þegar lögur finnst í vínberi: Ónýt það eigi, því að blessun er í því! eins vil ég gjöra fyrir sakir þjóna minna, svo að ég tortími þeim ekki öllum.“