Home / Biblíuefni / Veraldarhyggja

Veraldarhyggja

Ef við elskum Guð höfða veraldlegir hlutir lítt til okkar. Biblían segir: 1Jh 2:15-17 „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“

Það er ekki bæði hægt að njóta „heimsins lystisemda“og vera vinur Guðs. Biblían segir: Jk 4:4 „Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gjörir sig að óvini Guðs.“

Hvers konar athafnir eru rangar? Biblían segir: Gl 5:19-21 „Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki.“

Líkið ekki eftir duttlungum þessa heims. Biblían segir: Rm 12:2 „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.“

Þegar við kynnumst Jesú heillar heimurinn ekki. Biblían segir Gl 6:14 „En það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists. Sakir hans er ég krossfestur heiminum og heimurinn mér.“

Forðist veraldlega heimspeki. Biblían segir: Kól 2:8 „Gætið þess, að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi.“

Lifið eins og heimili ykkar væri á himnum. Biblían segir: 1Pt 2:11 „Þér elskuðu, ég áminni yður sem gesti og útlendinga að halda yður frá holdlegum girndum, sem heyja stríð gegn sálunni.“